139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[10:52]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eindreginn pólitískur vilji hefur verið til að ívilna starfsemi gagnavera á Ísland þannig að þau séu samkeppnisfær. Efasemdir hafa hins vegar verið um hvort Eftirlitsstofnun EFTA muni fallast á þær og eins og fram kom í síðasta máli gerði ESA athugasemdir við fyrirgreiðslu við einstaka atvinnufyrirtæki í landinu sem við lögfestum í fyrra og urðum að afnema núna. Til að leysa úr þessum ólíku sjónarmiðum flytja þingmenn úr efnahags- og skattanefnd tillögu um að lögfesta nú þegar ívilnanir en þær taki ekki gildi fyrr en 1. maí nk. þannig að í millitíðinni sé unnt að leita álits ESA og fá úr því skorið hvort fyrirkomulagið sé ekki lögmætt. Ég fagna þeirri niðurstöðu og tel að hún muni nýtast vel til að blása lífi í atvinnulífið og vöxt í efnahagskerfinu á nýju ári.