139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[11:34]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil benda á að það er fullkomlega galið að afgreiða þetta mál í dag. Stjórnvöld beindu almenningi inn í dómskerfið til að fá úrlausn mála sinna og það er þó lágmark að bíða eftir ráðgefandi niðurstöðu Hæstaréttar um málefni þeirra sem eru með gengistryggð húsnæðislán. Mig langar að minna á 36. gr. c samningslaga nr. 7/1936, en þar segir í 2. mgr.:

„Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“

Fyrirhuguð lagasetning gengur gegn því.