139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra.

339. mál
[12:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Með breytingunum komum við til móts við erfiðar aðstæður á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins með því að lengja rétt til töku atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. Sú breyting nær til þeirra sem hófu töku bóta í mars 2008 eða síðar. Við erum einnig að samþykkja að atvinnuleitendur öðlist þann sjálfsagða rétt að fá bætur í allt að fimm daga vegna veikinda á hverju 12 mánaða tímabili.