145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:44]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Maður spyr sig hvort verk þessarar ríkisstjórnar séu þannig að þeim hæfi best að vera unnin í myrkri. Það mátti skilja orð hv. þm. Brynjars Níelssonar þannig. En stjórnunarstíll þessara ungu manna sem leiða ríkisstjórn á Íslandi ber ekki vott um að menn hafi nokkurn tímann þurft að semja sig í gegnum einhver mál. Menn hafa greinilega aldrei þekkt annað en ná öllu sínu fram og aldrei þurft að miðla málum eða leiða saman ólík sjónarmið og leiða mál til lykta. Það er auðvitað ekki gott að hafa slíka forustusauði við stjórn að þeir kunni ekki að miðla málum af því að það er þeim bara ekki eðlislægt og aldrei hefur reynt á það.

Þingið stendur frammi fyrir því núna að vera komið í mikla klemmu með óhæfa ríkisstjórn (Forseti hringir.) og við höldum áfram að tala út í myrkrið fyrir daufum eyrum.