145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vildi nota tækifærið og ítreka spurninguna til forseta en um leið nota tækifærið og leiðrétta misskilning sem hefur verið hér uppi í umræðunni um lengd umræðunnar undir þessum lið.

Ég veit ekki hvað þetta er með Framsóknarflokkinn og Íslandsmet og heimsmet, en ég hef gert grein fyrir því áður að umræðan öllsömul er orðin eins og tvær langar ræður á Bandaríkjaþingi, svo langt er hún frá því að vera heimsmet. Ég fór hérna fram á skrifstofu og gáði eftir lengd 2. umr. á Alþingi og þessi umræða kemst ekki einu sinni á verðlaunapall, hvað þá að hún sé eitthvert Íslandsmet. Hér hefur verið meira en tvöfalt lengri umræða heldur en orðin er um þetta efni svo við eigum langt í land í þessu eins og í skuldaleiðréttingunni, bæði með að setja Íslandsmet og hvað þá heimsmet.