146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

skattar, tollar og gjöld.

385. mál
[15:31]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessi svör en þó langar mig að fá við þeirri spurningu hvert hæstv. fjármálaráðherra þykir hlutfallið vera. Er það 7 af 10 þús.? Er það 1 af 1 þús.? Er það 2 af 1 þús.? Er það 3 af 1 þús.? Er það kannski 5 af hverju hundraði? Það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem þurfum að fara með svona mál til úrvinnslu í efnahags- og viðskiptanefnd að við vitum hvað telst verulegt og hvað óverulegt í huga hæstv. fjármálaráðherra.

Ég get í rauninni ekki haft spurninguna skýrari. Í ljósi skorts á greiningu á áhrifum frumvarpsins í eðlilegu töfluformi verðum við að geta ímyndað okkur hvort þetta mun hugsanlega verða í samfellu með öðrum frumvörpum sem gætu haft áhrif á tekjustreymi ríkissjóðs, sem myndu þá samanlagt hafa veruleg eða óverulega áhrif eftir því hver þessi tala er. Er þetta 7 af 10 þús. eða einhver önnur tala?