150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

framlagning stjórnarmála.

[15:36]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Nú er lokið mjög löngu jólahléi þingsins og ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvert erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum. Sú er hins vegar ekki raunin. Enn og aftur halda þingmál óbreyttra þingmanna uppi dagskrá þingsins. Ætli hlutfallið sé ekki um þrír fjórðu þingmannamál og einn fjórði mál frá ríkisstjórninni. Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en sú er auðvitað ekki raunin.

Herra forseti. Samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir núna að seinka yfir 40 málum. Ég vil nefna þetta í fyrra fallinu svo forseti Alþingis geti góðlátlega sparkað í rassinn á ráðherralufsunum í þessari skrýtnu ríkisstjórn sem allt of oft halda að þingið sé einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa.

(Forseti (SJS): Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali.)