150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:46]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég er hreinlega steinhissa á mörgum stjórnarþingmönnum og stórum hluta stjórnarandstöðuflokkanna þar sem þau eru ekki bara að greiða atkvæði með þessari þingsályktunartillögu þar sem á að þvinga fámennari sveitarfélög í andstöðu við vilja þeirra til að sameinast, þau koma líka hingað og segjast fagna þessu.

Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mjög mikilvægur. Við eigum ekki að seilast þar inn og þvinga þau til sameiningar. Við eru komin á hættulega braut eins og margoft hefur komið fram og ég tel að reynsla íbúa af sameiningu víða í dreifðum byggðum sé ekki einhlít. Hver er t.d. reynslan af fjármálastjórn sveitarfélaga? Hafa stóru sveitarfélögin staðið sig best? Hefur reynslan sýnt okkur það? Nei, mig rekur einmitt minni til hins þveröfuga, að þau hafa verið í fjárhagslegum vandræðum miklu fremur en fámennari sveitarfélög. (Forseti hringir.)

Ég segi nei.