150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[17:25]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt þeim reglum sem eru í gildi, samkvæmt gildandi lögum í raun og veru, upplýsingalögum og lögum um Stjórnarráðið, þá ber okkur að skrá bæði formleg og óformleg samskipti. Hins vegar hafa hagsmunaverðirnir ekki verið skilgreindir sem slíkir um málefni sem varða hagsmuni almennings. Ef ég hitti til að mynda framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í sundi og við ræðum um börnin okkar er það ekki eitthvað sem ég þarf að geta, ég þarf ekki að skrá þau samskipti sem eðlileg eru. Þetta er Ísland og við hittumst. En séum við að ræða t.d. skoðanir Samtaka atvinnulífsins á einhverju frumvarpi eru það óformleg samskipti um málefni sem ber að skrá. Hvað varðar gjafirnar skildi ég hv. þingmann þannig, ég náði því ekki alveg, hvort gjafir væru hugsanlega færðar á aðra starfsmenn sem ekki heyrðu undir þetta frumvarp. Getur hv. þingmaður kannski útskýrt það betur í seinna andsvari?