Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

dagskrártillaga.

[13:38]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Viðreisn styðjum ekki þetta mál en ég vil segja eins og var sagt hér á undan: Við gerðum samkomulag fyrir áramót við stjórnarmeirihlutann og að sjálfsögðu viljum við standa við það samkomulag. Efnislegar umræður eru engu að síður eftir hér í þinginu.

Varðandi hins vegar ákall um lýðræði þá vil ég líka benda á að hæstv. forsætisráðherra sagði áðan í fréttum að það ætti að kalla málið aftur inn eftir þessa 2. umr. Því er nú þegar komin fyrirskipun frá ríkisstjórninni um að málið verði kallað inn á milli 2. og 3. umr. Það segir auðvitað mikið um það hvernig þessu máli er háttað en að svo komnu munum við ekki greiða atkvæði með þessari tillögu Pírata.