131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.

299. mál
[11:22]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég hef flutt þessa breytingartillögu að höfðu samráði við ýmsa aðila sem að þessu máli koma og tel að hún stefni í rétta átt. En það er óhjákvæmilegt að vekja athygli á því að Samfylkingin er ævinlega jafnsamkvæm sjálfri sér. Hún flutti nefnilega breytingartillögu við 2. umr. málsins um að fækka stjórnarmönnum úr sex í fimm en tillaga mín gengur út á að fjölga þeim úr sex í sjö og þeir samþykkja það líka. Það er fínt. Veri þeir bara velkomnir. Ég segi já, herra forseti.