141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:58]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga frá hv. fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, sem er hér á þskj. 727, er til lækkunar á tekjum ríkissjóðs. En hvar eru tillögurnar á móti til niðurskurðar? Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill skera niður um 3,3 milljarða á móti þessum tekjum hér? Því verða menn að svara, það er ekki nóg að koma með sýndartillögu eins og þessa um að lækka gjöld á brennivíni og tóbaki og öðrum slíkum neysluvörum, menn verða að gjöra svo vel og svara því hvar þeir ætla að skera niður á móti. Er það í heilbrigðisþjónustunni? Er það í menntakerfinu? Þannig hefur hv. formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, talað. Og nú spyr ég hv. þm. Kristján Júlíusson: Hvar ætlar hann að skera niður um 3,3 milljarða í þessu frumvarpi?