145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:58]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við þingmenn erum búnir að vera hérna frá því klukkan hálfellefu í morgun. Það er 15 og hálfur klukkutími og okkur þætti afskaplega eðlilegt að hæstv. forseti segði okkur hvað hann hyggst halda fundi lengi áfram. Ég er enginn sérfræðingur í fundarstjórn en ég get fullyrt það að ég mundi aldrei stjórna fundi og neita að svara fundarmönnum hvenær ég hygðist ljúka fundinum. Ég held að óvíða væri slíkt samþykkt en hér virðist það einhver regla sem er hafin yfir gagnrýni nema hjá okkur sem óskum hér eftir svörum og fáum engin. Þetta er náttúrlega misbeiting á valdi og ég óska eftir því að hæstv. forseti sýni okkur þann sóma að segja okkur hversu lengi hann hyggst halda þessu áfram.