148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[16:37]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem ætlað er að auka öryggi við strandveiðar. Ég styð það heils hugar. Hins vegar hef ég áhyggjur af áhrifum þessara breytinga eða mismunandi áhrifum á strandveiðisvæðin. Ég styð það þó að frumvarpið gangi til 3. umr. og til nefndar á milli umræðna með það að markmiði að horft veðri sérstaklega til þeirra sjónarmiða hvernig mæta megi mismunandi áhrifum eftir strandveiðisvæðum.