151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:04]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Frumvarp hæstv. ráðherra er svona lítið og pent, eins og mætti segja. Það felur í sér ákveðna snyrtingu á því fyrirkomulagi sem hér er, að skjóta lagastoð undir verkefni Fjölmenningarseturs og raða í innflytjendaráð. Þetta frumvarp kemur fram um sama leyti og Útlendingastofnun sendir frá sér þær upplýsingar að hvergi á Norðurlöndunum séu jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi miðað við höfðatölu. Samkvæmt þessum upplýsingum frá stofnuninni sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku — sexfalt fleiri, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Þessar upplýsingar virðast fela í sér tvennt, og ég vil leita eftir áliti hæstv. ráðherra; annars vegar að þetta fyrirkomulag okkar sé bara sprungið og hins vegar að við séum að fylgja einhverri allt annarri stefnu en félagar okkar, nágrannar okkar á Norðurlöndunum. (Félmrh.: Þú veist að þetta er rangt.)