Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:49]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að benda á að ég held að Íslandsmet hafi verið sett í notkun á orðinu skilvirkni síðustu vikuna. Í ljósi þess langar mig að benda á það að í gær var tekin fyrir dagskrártillaga um að taka málið af dagskrá, sem hefði mögulega verið skynsamlegt í ljósi þess að hér er hæstv. ráðherra, sem kallað er eftir að taki þátt í umræðunni, ekki fyrir svörum. Mögulega væri hægt að nýta tíma þingsins með mun skilvirkari hætti með því hreinlega að fresta þessu máli og taka fyrir önnur mál sem eru á dagskrá og nýta þá tímann vel og með skilvirkum hætti.