Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:08]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú eru liðnar fimm mínútur síðan ég spurði síðast og mig langar að spyrja aftur: Hefur eitthvað frést af flóttamanninum, hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem ekki virðist vilja koma í þennan sal, þrábeðinn, eða hefur þá í það minnsta einhver frá þingflokki Vinstri grænna sett sig í samband við skrifstofu Alþingis, eftir ítrekaðar beiðnir að ég vænti?

Spurningin er því aftur: Hvenær er von á Guðmundi Inga Guðbrandssyni til að gera grein fyrir sínum þætti í þessu máli og ef hann er ekki á leiðinni til okkar núna, hvaða fulltrúi Vinstri grænna ætlar að mæti í salinn og gera okkur grein fyrir því hvenær ráðherrans sé að vænta?