Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:15]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég veit að margir þingmenn meiri hlutans eru búnir að ákveða að það sem við erum að ræða hérna skipti ekki máli. Við séum bara að tala hér til að tala. Það er ekki þannig. Mig langaði bara til að tala af einlægni. Þessi beiðni um að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra komi og taki þátt í þessari umræðu er ekki ósanngjörn, hún er ekki óeðlileg, hún er bara mjög eðlileg. Það er á allan hátt undarlegt að hann skuli ekki taka þátt í þessari umræðu og að ekki skuli fleiri þingmenn meiri hlutans taka þátt í þessari umræðu. Við erum raunverulega að reyna að ræða þetta mál efnislega.