131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Aukatekjur ríkissjóðs.

375. mál
[11:21]

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna sérstaklega atkvæðaskýringu hæstv. fjármálaráðherra áðan. Þar loksins viðurkenndi hann að stefnan er sú að færa byrðarnar af þeim sem meira mega sín yfir til þeirra sem minna mega sín. Þó að það sé skattalækkun munum við halda áfram að taka af þeim sem minna mega sín, einnig af fólki sem á fasteignir, einnig af fólki sem á bifreiðar, einnig af fólki sem lendir í nauðungarsölum, einnig af fólki sem lendir í dómsmálum. Við skulum taka af þeim sem minna mega sín.

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra kærlega fyrir að tala skýrt í þessari umræðu.