144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

úrskurður forseta.

[14:54]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég var búinn að bíða svo lengi að ég leyfði mér að spjalla aðeins við hæstv. ráðherra frammi á gangi. Það er svolítið áhugavert að hlusta á umræðuna hér. Það er alveg rétt sem hefur komið fram að lagt var af stað í þá vegferð að koma með einhverja umgjörð í vinnu í tengslum við þetta sem gerði að verkum að við værum alla vega ekki að rífast um formið heldur værum að takast á um efnið. Sú tilraun hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. Ég hvet hv. þingmenn, stjórnarandstöðuþingmenn, að hugsa aðeins til baka hvernig þetta var á síðasta kjörtímabili. Það er ekki þannig að menn hafi verið á því að síðasta ríkisstjórn hafi farið eftir öllu þegar kom að forminu. Við erum búin að deila um það, ekki bara nú heldur áður. Það er fullkomlega alrangt að hér hafi verið (Gripið fram í.) gengið þannig fram, virðulegi forseti, að verið sé að samþykkja virkjunarkosti í nýtingarflokk. Það eru fullkomin ósannindi. Það er verið að senda mál til umsagnar (Gripið fram í: Já, …) [Frammíköll í þingsal.] til umsagnar. Hér koma, virðulegi forseti, hv. þingmenn (Forseti hringir.) hvað eftir annað og segja að það hafi verið að samþykkja að setja (Forseti hringir.) virkjunarkost (Forseti hringir.) í nýtingu. Það er fullkomin þvæla, virðulegi forseti. (Gripið fram í.)(Forseti hringir.)