148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[16:35]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingar á stjórn fiskveiða, varðandi strandveiðisumar. Þetta er tilraun sem náðst hefur þverpólitísk samstaða um að gera í sumar og meta svo að afloknu sumri hvernig til hefur tekist varðandi framtíðarskipulag í strandveiðum. Verið er að breyta kerfinu þannig að í stað þess að það séu ólympískar veiðar innan hvers mánaðar horfum við til þess að tryggja öryggi sjómanna, sveigjanleika í kerfinu og að bæta umtalsvert í strandveiðipottinn. 25% bætast við frá því sem lagt var upp með í fyrrasumar svo við teljum að hægt verði að gera þessa góðu tilraun í þágu öryggis sjómanna og að vinna með strandveiðimálin sem hafa verið lyftistöng fyrir mörg byggðarlög allt í kringum landið. Ég treysti því að þingheimur taki vel í að við gerum þessa tilraun. Við tökum svo stöðuna í haust. (Forseti hringir.) Við höfum umtalsverðar aflaheimildir svo hægt er að treysta því að allir bátar fái 12 daga allt tímabilið.