148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[16:39]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál hefur þróast mjög mikið. En staðan er því miður sú að þó að það hafi breyst mikið til bóta í meðferð atvinnuveganefndar eru þar enn alvarlegir misbrestir sem gætu valdið vandræðum, einkum á svæði D, og hugsanlega víðar. Ég samþykki breytingartillögurnar enda eru þær mjög svo í rétta átt, en ég lít samt svo á að frumvarpið sem slíkt sé enn ófullnægjandi. Það vantar herslumuninn. Því mun ég sitja hjá í einstökum ákvæðum að sinni. Atvinnuveganefnd kemur saman að loknum þessum atkvæðagreiðslum. Þá vona ég að við náum að ná þeim herslumun sem upp á vantar til að þetta geti talist gott frumvarp sem virkar vel fyrir alla þá sem eru að reyna að stunda strandveiðar. Þetta er mjög gott. Þetta er í rétta átt, en það vantar enn herslumuninn.