Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[16:30]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þingmanninum svarið við andsvarinu. Mér finnst þetta vera sláandi, sérstaklega í ljósi þess hversu gullið tækifæri samráð hefði verið til að auka traust á málaflokknum sem er bara í molum eftir ítrekaðar umfjallanir í fjölmiðlum þar sem gengið er fram með afar harðneskjulegum hætti gagnvart þessu fólki sem er margt í mjög veikri stöðu. Ég kalla eftir því að við bæði aukum samráð og reynum að skapa smátraust meðal almennings því að staðan er bara sorgleg. Það er sorglegt hvernig við horfum upp á meðferð á fólki sem er búið að þola nóg.