Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:47]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég rak augun í klukkuna og tek eftir því að það er ekki nema kannski klukkutími eftir af þessum fundi í dag. Mig langar þess vegna að spyrja hvenær við megum eiga von á því að fá að sjá hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra í salnum eins og við báðum um 9. desember. Vonandi hefur hann getað hagað plönum sínum þannig að hann verði við þessa umræðu í ljósi þess að ráðuneyti hans bað um að vera hluti af þessari umræðu. Mig langar að spyrja hvort það hafi eitthvað frést frá ráðherra. Ef hæstv. forseti er ekki með svörin þá kannski hægt að biðja einhvern úr stjórn þingflokks Vinstri grænna að mæta hér í salinn og gera grein fyrir þessu þar sem flokkurinn getur nú ekki komist upp með að vera á svo miklum flótta undan málinu að ekkert þeirra svari fyrir þetta.