133. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2007.

úrræði í málefnum barnaníðinga.

[11:00]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Í þessu máli eru mörg álitaefni sem er verið að skoða og fara yfir og vafalaust munum við birta skýrslu um málið. Ég vek athygli hv. þingmanns á því að nú liggur fyrir allsherjarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á þeim kafla almennra hegningarlaga sem varða kynferðisbrot.

Þingið hefur þessi mál til meðferðar á þessari stundu og einnig er í undirbúningi og verður kynnt frumvarp um meðferð sakamála þar sem tekið er á þessum þáttum.