138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

82. mál
[10:17]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Flestum er það ljóst að atvinnulíf verður ekki örvað með því að setja á það þyngri byrðar, heldur með því að lækka álögur. Flestum er þetta ljóst nema ríkisstjórninni — nema þó í þetta eina sinn virðist sem ríkisstjórnin skilji að aðferðin við að örva nýsköpun sé sú að lækka álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Aðrar skattbreytingar, eins og þær sem við vorum að afgreiða áðan, ganga í þveröfuga átt.

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli sjá ljósið, ég styð þetta frumvarp og segi já.