141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

214. mál
[12:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu af því að hér er verið að gera lagabreytingu sem er í rauninni bara til að staðfesta orðinn hlut. Það má engu að síður benda þingmönnum á að í lagabreytingunni sem hér er verið að afgreiða felst sú breyting að málefni rammaáætlunar færast frá atvinnuvegaráðherra til umhverfisráðherra, en hæstv. ríkisstjórn lét þá breytingu verða töluvert fyrr en lögunum er breytt.

Ég vek athygli á þessu vegna þess að rammaáætlun hefur verið okkur mörgum ofarlega í huga á undanförnum vikum.