141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

sveitarstjórnarlög.

515. mál
[12:03]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, frá umhverfis- og samgöngunefnd. Vonandi verður nokkur samstaða um þetta mál en það lýtur einfaldlega að því að í stað dagsetningarinnar 1. janúar 2013 í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur 30. júní 2013. Þetta er samkvæmt mjög eindregnum ábendingum og óskum sveitarfélaga landsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem þurfa meiri tíma til að bregðast við ákvæðum er varða samþykktir um stjórn sveitarfélaga.