145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:09]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég segi já. [Hlátur í þingsal.] Þeir sem stjórna Landspítala – háskólasjúkrahúsi telja sig þurfa fjármuni í viðbót til að geta tekið við fleiri sjúklingum, þeim sjúklingum sem bætast við vegna þess að þjóðin er að eldast. Þeir sem eru í þjónustusamningum við ríki, köllum það það, fá í fjárlögunum peninga til að taka á móti fleiri sjúklingum. Spítalinn þarf það líka. Spítalinn er í ónýtu húsnæði og hann þarf að fá peninga til að halda húsnæðinu við. Spítalinn telur að til að geta tryggt öryggi sjúklinga eins og þeir sem þar starfa vilja gera það þurfi hann að minnsta kosti tæpa 3 milljarða í viðbót. Þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu.