145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:20]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Í lokafjárlögum 2012 var skuldahali klipptur af Landspítalanum vegna þess að hann hafði staðið sína plikt og bætt rekstrarstöðuna. Spítalinn er aftur byrjaður að safna skuldum. Þetta er ekkert rosalega flókið. Hæstv. ráðherra setur annaðhvort þau framlög sem spítalinn þarf eða sker niður reksturinn. Það er í rauninni ekki í boði að reksturinn fari sífellt fram úr fjárheimildum. Við erum sammála um það. Við erum bara að bæta við peningum svo að hæstv. ráðherra þurfi ekki eftir þrjú ár að fara í aðra halaklippingu. Við erum raunsæ.

Mér finnst alveg með ólíkindum að vera alltaf að tala um að þangað hafi aldrei verið meira fé sett. Það getur vel verið að það sé rétt eftir einhverjum mælikvörðum, en það er klárlega ekki nóg að gert. Eftir niðurskurð síðustu ára þarf að byggja heilbrigðiskerfið upp á ný.

Spurningin er: Hvernig forgangsröðum við peningum? Setjum við þá í skuldaniðurfellingu eða í heilbrigðiskerfið?

Ég segi já.