146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Björt framtíð hefur staðið fyrir því í pólitík að taka á málum af ábyrgð og hafa langtímahugsun í heiðri við allar ákvarðanatökur. Í þessari fjármálastefnu er farin hófsöm millileið þar sem aðhald er sýnt, þar sem ríkisfjármálin eru í takt við þá stórkostlegu efnahagssveiflu sem við erum nú í, þar sem opinber fjármál svara efnahagssveiflu sem við höfum því miður óendanlega sögu af því að klikka á. Við höfum óendanlega sögu af því að keyra upp útgjöld akkúrat á þeim tíma þegar við erum að ýta undir þenslu. En á sama tíma opnar þessi fjármálastefna á það að þegar betur árar, á seinni hluta tímabilsins, verði hægt að fara (Forseti hringir.) af meiri krafti í einmitt þá innviðauppbyggingu sem [Truflun í þingsal.] samhljómur var um fyrir kosningarnar í haust.