145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:43]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er kannski óþarfi að árétta mikilvægi þess að auðvelda aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Það hlýtur að liggja í augum uppi að íslenskan er lykillinn að samfélaginu. Þess vegna er afar mikilvægt að standa eins vel og hægt er að íslenskukennslu fyrir það erlenda fólk sem hingað vill koma og setjast að og verða virkir samfélagsþegnar. Við höfum ekki staðið nógu vel að þessu á undanförnum árum eins og hér hefur komið fram. Það hefur vantað í þetta fjármagn. Við þurfum að stíga mun fastar á fjöl ef við eigum að geta uppfyllt þetta svo sómi sé að. Tillagan gerir ráð fyrir að þarna sé aukið við 50 millj. kr. sem er veruleg úrbót. Eins og síðasti ræðumaður sagði er sorglegt að sjá hvernig þessi atkvæðagreiðsla er að fara. En ég segi já.