145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:28]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegi forseti. Ég segi nei vegna þess að ég styð stefnu þessarar ríkisstjórnar í fjármálum, fjármálastefnu hennar. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega. Ég vil standa að því að því verki verði haldið áfram eins og gert hefur verið hingað til. Ég tel að með því að reka ríkissjóð hallalausan og borga niður skuldir séum við að safna í sarpinn til að geta veitt þeim meira sem minnst hafa og það er nákvæmlega svona sem við eigum að gera það.