145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:51]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp sérstaklega til að fagna c-lið töluliðar 86, viðbót upp á 64 millj. kr. til ýmissa framlaga velferðarráðuneytisins. Þar inni í er ART-verkefnið sem fær 30 millj. kr. auk annarra verkefna og félagasamtaka, 20 millj. kr. til Samhjálpar, Hlaðgerðarkot 5 millj. kr, Aflið 5 millj. kr. o.s.frv.

ART-verkefnið hefur verið starfrækt á Suðurlandi í nokkur ár með mjög góðum árangri. Þeir sem hafa farið í það verkefni hafa síður þurft að leggjast inn á barna- og unglingageðdeild. Ég hef heyrt töluna að innlögnum hafi fækkað úr tíu í eina. Verkefnið hefur farið víða og er nú komið víða um land. Það er gott dæmi um það að við erum að setja fjármagn í eitthvað sem skilar okkur margfalt til baka þannig að ég fagna þessu sérstaklega.