149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

stjórnarskipunarlög.

501. mál
[18:15]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Setningin í 30. gr. er ein af þeim 43 setningum sem hverfur blessunarlega, enda er greinin dálítið gerræðisleg, býður upp á ákveðið einvald, einvaldstilburðir myndi ég halda. Vel er farið yfir af hverju nákvæmlega sú grein ætti að vera eða fara í frumvarpi stjórnlagaráðs. Mín persónulega skoðun er frekar einföld, þótt vel geti verið flóknari útskýringar á því: Þetta brýtur lögræðisregluna. Það að forsetinn geti gert hvað sem hann vill er ekki eitthvað sem ég hef áhuga á að stjórni mínu lífi.