154. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2024.

stefna ríkisstjórnarinnar í málum hælisleitenda.

[17:22]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ráðherra getur ekki tekið undir það að hér sé um einhverja stefnubreytingu að ræða. Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar sem nú starfar að auka skilvirkni og hagkvæmni í málaflokknum. Það verður og er verkefni mitt sem ráðherra að ná því fram. Það er full ástæða til þess að minna á það að við þurfum að vera með góða og virka stefnu í málaflokknum og ráðherra hefur fullan hug á að gera það. Það er gríðarlega mikilvægt að við í þessu litla samfélagi séum ekki með reglurnar okkar mjög frábrugðnar þeim reglum sem eru í löndunum í kringum okkur þannig að við verðum ákjósanlegri staður heldur en þau og þar með, (Forseti hringir.) ég ítreka það, valdi það okkur erfiðleikum að þeir sem hingað koma og fá vernd í íslensku samfélagi njóti ekki allra þeirra tækifæra sem landið okkar býður upp á til jafns við okkur hin.