149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

lánskjör hjá LÍN.

[10:36]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa góðu spurningu og það gleður mig að greina frá þeirri góðu vinnu sem við erum að vinna núna við að endurskoða lánasjóðinn. Ég hef verið með mjög öfluga verkefnisstjórn sem er að skila mér mjög góðum tillögum og ég hef líka kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt, öflugt kerfi. Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum.

Hv. þingmaður spyr um hvort hækka eigi framfærsluna. Já, hún verður hækkuð.

Hv. þingmaður spyr: Á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað.

Stefnum við að 100%? Já, við gerum það. Það sem við munum fá — við viljum hafa framsækið, öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þessa menntamálaráðherra.