152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

málarekstur ráðherra fyrir dómstólum.

423. mál
[17:20]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Já, hæstv. ráðherrar eru mannlegir rétt eins og hv. alþingismenn og rétt eins og alþjóð öll og munu því gera mistök. Mistök eru í lagi svo lengi sem þú endurtekur þau ekki aftur og aftur. Það að viðurkenna mistök, eins og við sáum hæstv. forseta gera í síðustu viku, er mun sjaldgæfara. Ég myndi hvetja hæstv. ráðherra alla til þess þegar þeir gera mistök og er sagt að þeir hafi gert mistök að tefja ekki málið með því að fara í einhvern málarekstur heldur einfaldlega vera meiri menn og konur og taka því.