151. löggjafarþing — 57. fundur,  18. feb. 2021.

breyting á menntastefnu með tilliti til drengja.

[13:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka kærlega fyrir þann samvinnuvilja sem hv. þingmaður sýnir hér. Ég vil líka upplýsa hv. þingmann um að ég hef einmitt fundað með þessum nemendum. Það sem þau segja er mjög gagnlegt og við höfum ákveðið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu að taka nánast öll þessi atriði inn vegna þess að þau eru mjög málefnaleg og mjög þörf. Við leggjum áherslu á að það að hafa málið hér hjá þinginu er einmitt til þess fallið að við það komi gagnlegar og uppbyggilegar athugasemdir, sem er einmitt að gerast núna. Ég vil líka nefna að við erum auðvitað að hugsa til framtíðar. Við höfum ráðist í margar mjög róttækar og umfangsmiklar breytingar sem við höfum ekki séð í langan tíma og að sjálfsögðu ætlum við að halda áfram.