152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Mér fannst dálítið áhugavert að sjá hæstv. innviðaráðherra koma með þessar fullyrðingar um fagleg vinnubrögð því að ég held að hann myndi ekki þekkja fagleg vinnubrögð þótt þau myndu slá hann í andlitið. Því miður. Það er stundum rosalega erfitt að greina á milli þess þegar við leggjum fram breytingartillögur sem taka tillit sjónarmiða allra umsagnaraðila á mjög nærgætinn og víðtækan hátt, sem maður myndi halda að sýndi málefnaleg vinnubrögð, og svo þegar stjórnarliðar koma í atkvæðagreiðslu um málið, kvarta undan nákvæmlega því sem breytingartillögurnar laga og hafna svo bæði máli og breytingartillögum. Ef það á að tala um fagleg vinnubrögð ættu stjórnarliðar að líta sér nær, alla vega á síðasta kjörtímabili. Ég hafna þessum málflutningi hæstv. innviðaráðherra og vonast eftir málefnalegri viðræðum í kjölfarið.