141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:12]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við fjárlagagerð var velt upp þeirri hugmynd að veita fjármagn til óhefðbundinna lækninga. Gert var grín að þeim þingmönnum sem mæltu fyrir því og talað um að þeir færu á kústum í vinnuna og þess háttar.

Hér er verið að leggja til fjárframlög til fólks sem boðar það að fólk verði englar og svífi um á vængjum og skýjum. [Hlátur í þingsal.] Það er tóm vitleysa að ríkið sé að veita fjármuni í slíka vitleysu. Þetta er alger þvæla. Þjóðkirkjan á að vera frjáls félagasamtök og innheimta sóknargjöld sín sjálf. Hér á ekki að styðja boðunarmenn svona vitleysishugmynda.