150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

skerðingarflokkar lífeyris.

[10:51]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Tölurnar tala sínu máli. Hann segir berum orðum að þeir séu að draga úr skerðingum en tölurnar sýna að verið er að auka skerðingarnar, þær fóru úr 3,5 milljörðum 2018 í 5 milljarða 2019. Er það ekki aukning? Og hvar er þessi aukning? Hjá eldri borgurum og öryrkjum. Við erum að tala um 60 milljarða á ári sem verið er að skerða um, 60 milljarða samanlagt, 16 milljarða hjá öryrkjum og 44 milljarða hjá eldri borgurum. Aukningin er 3,7 milljarðar hjá eldri borgurum og 1,1 milljarður hjá öryrkjum. Er þetta að draga úr skerðingum? Ég spyr bara: Hvernig í ósköpunum er hægt að reikna það út að aukning upp á 5 milljarða sé að draga úr skerðingum?