150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:38]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Efnisleg athugasemd mín við skýrslubeiðnina er að hún felur í sér beiðni um að hér hefjist einhvers konar rannsókn. Það á að bera saman epli annars vegar og ekki einu sinni appelsínu hins vegar heldur kíví. Það er það sem verið er að biðja um. Ef skýrslubeiðnin fæli í sér ósk um að bera saman veiðigjöld og rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs og sjávarútvegs í öðrum löndum, m.a. í Namibíu, væri jafnvel hægt að taka svo undir með skýrslubeiðandanum að ég væri á grænum takka, en það er ekki verið að því. Það er verið að reyna að búa til pólitískt moldviðri með því að bera saman (Forseti hringir.) ólíka hluti í staðinn fyrir að líta á heildarmyndina. Heildarmyndin er rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi annars vegar og hins vegar í öðrum löndum.