150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:43]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Ef hér væri um að ræða einfalda og hreina skýrslubeiðni eins og talsmenn og flytjendur þessarar beiðni hafa haldið fram í umræðunni hefði ég sagt já. Skýrslubeiðnin sjálf er hins vegar eyðilögð í greinargerðinni. Þar er ruglað saman alls konar atriðum, staðhæfingum sem ekki standast, áskilnaði um það hverjir eiga að koma að þessari athugun og aðkomu þingflokka um að velja þá sem eiga að gera þessa samanburðarathugun. Greinargerðin sem fylgir skýrslubeiðninni eyðileggur hana.

Ég ætla hins vegar ekki að standa í vegi fyrir málinu og mun skila auðu í atkvæðagreiðslunni.