150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég styð skýrslubeiðnina að sjálfsögðu og sérstaklega af því að það er hægt að gera samanburð á eplum og appelsínum eða þess vegna kívíum. Greinargerðin útskýrir einmitt hvernig samanburðurinn virkar eða virkar ekki út frá þeim mismunandi forsendum sem liggja fyrir. Það er það sem er verið að biðja um, hvernig hægt sé að bera þetta saman, hvaða sameiginlegu fletir séu þarna, hvernig hægt sé að túlka það niður á sambærilegt form. Það er hægt að bera saman epli og appelsínur út frá þeim forsendum sem eru gefnar í skýrslubeiðninni og í greinargerðinni sem þarf að taka tillit til.

Að sjálfsögðu styð ég skýrslubeiðnina og vonast til þess að fólk hugsi einu sinni um grunninn að henni. Hún varðar samanburð á veiðirétti og aðgengi að honum í þessum tveimur löndum og hvernig það lítur út með öllum þeim göllum og flötum sem þar er að finna.