151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum.

36. mál
[13:50]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er mál á dagskrá sem ég styð og er bæði á þingsályktunartillögunni og nefndarálitinu. Mjög gott mál sem er sem betur fer komið alla leið og verður sennilega samþykkt. Sérstaklega er þetta alvarlegt mál fjárhagslega en enn þá alvarlegri er heilsufarsvandinn sem af rakaskemmdum hlýst. Við höfum orðið vör við hann í skólum, opinberum stofnunum, sjúkrahúsum og annars staðar. Sem betur fer og vonandi erum við að ganga frá þessu með því að klára þetta mál og taka það föstum tökum.