Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:13]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég játa að það er gaman að spjalla um þetta mál og ég reyni að ímynda mér að það sé einhver að hlusta þarna úti og ég veit að almenningur er að hlusta þar sem við fáum skilaboð þess efnis. Mér var reyndar sagt rétt áðan að þetta væri augljóslega ekkert málþóf heldur væri þetta kennslustund. Ég held að það mætti kannski bara upplýsa meiri hlutann um að það er nákvæmlega það sem er í gangi hér.

Mig langar að leggja til eina ferðina enn að málið verði sent núna til hv. allsherjar- og menntamálanefndar til frekari vinnslu því að eins og við höfum verið að benda enn frekar á í þessari umræðu þá er þetta mál ekki tilbúið. Það er ekki fullunnið. Margir hv. þingmenn meiri hlutans virðast vera okkur sammála um það og hafa þegar óskað eftir því að málið fari til nefndar aftur. Ég beini því til forseta að gera hlé á þessari umræðu svo við getum klárað þetta mál og rætt það fullunnið.