Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er jú svo að það eru ekki allir viðstaddir, einhverjir eru farnir heim til sín að sinna kvöldverkum og ýmsu svoleiðis. Það væri því pínulítið neyðarlegt ef ráðherra myndi síðan ákveða að koma hérna klukkan ellefu eða eitthvað svoleiðis og fólk bara vissi ekki af því, hefði ekki getað verið í húsi akkúrat þá til þess að eiga orðastað við ráðherra. Það er alveg nauðsynlegt að fá að vita þetta, alveg jafn nauðsynlegt og það er að vita hvenær þingfundi á að ljúka. Kannski forseti geti spurst fyrir um aðeins nákvæmari tímasetningu, af því að eitthvað fram eftir kvöldi — það er ekki mikið eftir af því að vísu en eitthvað fram eftir er mjög óljóst, er það eitthvað fram eftir kvöldi eða eitthvað fram eftir nóttu? Þetta er ákveðin ofbeldistækni sem er mjög gamaldags. Við ættum að þora að yfirstíga svona feluleikjataktík forseta.