Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:36]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það væri ansi gott að fá að vita hvort hæstv. ráðherra ætlar að láta sjá sig hér í þingsal í kvöld. Hæstv. ráðherra er mikill baráttumaður fyrir réttindum barna og því mikilvægt, nú þegar við erum að ræða mikla frelsissviptingu og skerðingu á réttindum barna, að ráðherra gefi okkur innsýn inn í sína sýn á það hvernig þetta frumvarp tryggir þau réttindi og þá alþjóðasáttmála sem Ísland hefur undirritað á þessu sviði.

Mig langar líka að biðja forseta um að minna hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem mér skilst að hafi komið til landsins í kvöld, á að nærveru hans sé enn þá óskað. Ég vona að ferð hans til hinna Norðurlandanna hafi gengið vel og að Norðurlandasamstarfið (Forseti hringir.) hafi gengið vel, en nú er hans óskað hér.