140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

374. mál
[11:17]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það mál sem um ræðir heitir varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem oft eru kölluð ofanflóð. Þess vegna þótti okkur í nefndinni strax skrýtið að bæta við ofanflóðasjóðinn neðanflóði og við skriðuföllin hraunrennsli. Það segir auðvitað bara að hér er um bráðabirgðaaðgerð að ræða sem við leggjum til að verði takmörkuð við þrjú ár meðan farið er í þá vinnu sem kom fram í orðum hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur áðan um hugsanlegan hamfarasjóð og fjármögnun á þessu athuguð. Það er ekki sjálfsagt að þetta sé tekið með fasteignaskatti eða í hlutfalli af fasteignum á landinu og það þarf að ræða. Ég held að best sé að afgreiða þetta mál núna og bíða síðan (Forseti hringir.) þessa skömmu stund þangað til við getum búið betur um þessi efni.